Heildarleyfissamningar

Hvað eru heildarleyfissamningar?
Af hverju leyfissamning? 
Hvert fara innheimtir fjármunir?
Kollektíft kerfi
Hvað má fjölfalda samkvæmt samningum Fjölís?
Hvað má ekki fjölfalda samkvæmt samningum Fjölís?
Tilkynningar frá rétthöfum/félögum um bann við fjölföldun
Hverjir mega fjölfalda samkvæmt samningum Fjölís?
Mismunandi tegundir samninga
Gjaldskrá


Hvað er heildarleyfissamningur?

Samningsleyfið veitir leyfishafa lögmæta heimild til afritunar og dreifingar nánast alls höfundaréttarvarins efnis í starfsemi hans. Leyfið er þó háð takmörkunum. Skólar á öllum skólastigum, stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga, Þjóðkirkjan og kórar eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér hagræði heildarleyfa og greiða fyrir það sanngjarnt endurgjald.

 

Af hverju heildarleyfi?

Það getur reynst erfitt og tímafrekt að hafa upp á einstökum höfundum og útgefendum og oft á tíðum er það ómögulegt. Heildarleyfissamningar koma til móts við þarfir atvinnulífs, menntastarfs og annars konar starfsemi þar sem þeir veita heimild til ljósritunar, skönnunar og rafrænnar afritunar. Leyfin taka jafnt til verka höfunda sem eru félagar í aðildarfélögum Fjölíss og utanfélagsmanna. Þau taka einnig bæði til  íslenskra og erlendra höfunda skv. 15. gr. a höfundalaga. Hver einstakur höfundur getur þó lagt skriflegt bann við fjölföldun verka sinna samkvæmt þessari grein laganna. Slík bönn eru hins vegar fátíð og heildarleyfissamningur veitir því heimild til að afrita margs konar efni af margs konar uppruna.

 

Hvert fara innheimtir fjármunir?

Fjölís byggir innheimtu sína á ákvæðum höfundalaga og skv. umboði höfundaréttarsamtaka. Úthlutun á fjármunum byggir á sambærilegu kerfi og skandinavísk systursamtök notast við, þ.e. heildarinnheimtu fyrir fjölföldun á verkum allra rétthafa og heildarúthlutun til aðildarfélaga í samræmi við efnisflokkun á því efni sem fjölfaldað er samkvæmt hverjum samningi.

 

Kollektíft kerfi

Vegna smæðar heildarmarkaðarins hérlendis fer ekki fram persónuleg úthlutun til höfunda, heldur er um að ræða sameiginlega innheimtu fyrir hönd allra höfunda og úthlutun til rétthafasamtaka þeirra. Ástæða þess er sú að kostnaður við upplýsingaöflun um afritun verka einstakra höfunda, myndi draga til sín megnið af tekjunum og lítið verða eftir fyrir rétthafana sjálfa. Eftir úthlutun Fjölíss til aðildarfélaga er fjármununum úthlutað til rétthafa eftir þeim reglum sem þeir setja sér í hverju félagi um sig. Í flestum tilvikum standa slíkir sjóðir utanfélagsmönnum opnir til jafns á við innanfélagsmenn.

 

Hvað má fjölfalda samkvæmt samningum Fjölís?

Afrita má og dreifa úr öllum útgefnum ritum, t.d. nótnaheftum, bókum, bæklingum, tímaritum og dagblöðum með eftirfarandi takmörkunum:

Aðeins má fjölfalda til viðbótar og fyllingar öðru efni. Leyfissamningum er t.d. ekki ætlað að koma í stað almennra námsbókakaupa.

Aðeins má fjölfalda stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta, þó aldrei meira en 30 bls. (A4). Heimilt er þó að afrita einstaka bókakafla og tímaritsgreinar þó blaðsíðufjöldinn fari yfir 30 bls. hámarkið.

Í hvert sinn sem fjölfaldað er þarf að koma fram á afritinu hver höfundur verksins sé, útgefandi, útgáfuár og útgáfustaður. Venjulega er titilsíða verks því afrituð og látin fylgja með.

Þá má einnig afrita höfundaréttarvarið efni af vefnum, búa þannig til rafrænt afrit og vista á innri vef viðkomandi leyfishafa.

 

 

Hvað má ekki fjölfalda samkvæmt samningum Fjölís?

Ekki má fjölfalda rit, ef höfundur hefur bannað það

Ekki má fjölfalda í stað útgefinna rita sem teljast aðgengileg

Ekki má fjölfalda til að gefa út efni sem nýtur verndar

Ekki má fjölfalda efni til dreifingar meðal almennings

 

Tilkynningar frá rétthöfum/félögum um bann við fjölföldun:

Áslaug Björgvinsdóttir. Félagaréttur,  1999, Bókaútgáfa Orators.

 Íslenskur söguatlas. 1989-1993, ritstjórar: Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. Almenna bókafélagið: Iðunn.

 

Hverjir mega fjölfalda samkvæmt samningum Fjölís?

Allir starfsmenn viðkomandi skóla, fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka.


Mismunandi tegundir samninga:

Samningur um ljósritun á höfundaréttarvörðu efni í starfi kóra nær yfir öll verk, íslensk og erlend sem undirorpin eru höfundarétti með þeim undantekningum ef höfundur hefur sérstaklega undanskilið verk sín. Listi yfir verk þeirra höfunda sem bannað hafa ljósritun verka sinna er aðgengilegur hér.

Samningar íslenskra kóra við Fjölís heimila eingöngu ljósritun af pappír yfir á pappír. Samningarnir veita ekki heimild til skönnunar, útprentunar af netinu eða annarar rafrænnar afritunar og/eða dreifingar. Samningarnir taka ekki til efnis sem aflað er með lögmætum samningum við efnisveitur og/eða höfunda sjálfa.

Ljósrita má stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta og að hámarki 30 bls. Dæmi: Ef rit telur 100 bls. er heimilt að ljósrita 20 bls. úr því en eingöngu 10 bls. ef það telur 50 bls. Óheimilt er að ljósrita fleiri en 30 bls. úr hverju einstöku riti á hverju ári.

Samningur um ljósritun á höfundaréttarvörðu efni í starfi sveitarfélaga nær yfir öll verk, íslensk og erlend sem undirorpin eru höfundarétti með þeim undantekningum ef höfundur hefur sérstaklega undanskilið verk sín. Listi yfir verk þeirra höfunda sem bannað hafa ljósritun verka sinna er aðgengilegur hér.

Með starfi sveitarfélaga er átt við alla stjórnsýslu og rekstur stofnana/fyrirtækja og/eða annan rekstur. Rekstur grunnskóla er þar undanskilinn þar sem sérstakur samningur er í gildi milli menntamálaráðuneytisins og Fjölís um ljósritun í skólum. Sum sveitarfélög reka jafnframt tónlistarskóla og gilda sumir samningar Fjölís við sveitarfélög jafnt um stjórnsýsluhlutann og tónlistarskólahlutann. Aðrir samningar gilda eingöngu um stjórnsýsluhlutann. Um tónlistarskólahlutann má lesa hér.

Samningar sveitarfélaga við Fjölís heimila eingöngu ljósritun af pappír yfir á pappír. Samningarnir veita ekki heimild til skönnunar, útprentunar af netinu eða annarar rafrænnar afritunar og/eða dreifingar. Samningarnir taka ekki til efnis sem aflað er með lögmætum samningum við efnisveitur og/eða höfunda sjálfa.

Ljósrita má stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta og að hámarki 30 bls. Dæmi: Ef rit telur 100 bls. er heimilt að ljósrita 20 bls. úr því en eingöngu 10 bls. ef það telur 50 bls. Samningurinn nær til alls efnis sem afritað er í þágu reksturs sveitarfélagsins.

Samningur um ljósritun og hliðstæða eftigerð í Stjórnarráði Íslands og stofnunum þess nær yfir öll verk, íslensk og erlend sem undirorpin eru höfundarétti með þeim undantekningum ef höfundur hefur sérstaklega undanskilið verk sín. Listi yfir verk þeirra höfunda sem bannað hafa ljósritun verka sinna er aðgengilegur hér.

Samningurinn heimilar eingöngu ljósritun af pappír yfir á pappír. Samningarnir veita ekki heimild til skönnunar, útprentunar af netinu eða annarar rafrænnar afritunar og/eða dreifingar. Samningarnir taka ekki til efnis sem aflað er með lögmætum samningum við efnisveitur og/eða höfunda sjálfa.

Ljósrita má stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta og að hámarki 30 bls. Dæmi: Ef rit telur 100 bls. er heimilt að ljósrita 20 bls. úr því en eingöngu 10 bls. ef það telur 50 bls. Samningurinn nær til alls efnis sem afritað er í þágu rekstrar ríkisstofnana og –fyrirtækja sem heyra undir Stjórnarráðið.

Samningur um ljósritun á höfundaréttarvörðu efni í starfi tónlistarskóla gerir nemendum og kennurum kleift að ljósrita viðbótarnámsefni og ítarefni til notkunar í skólastarfi. Samningurinn nær yfir öll verk, íslensk og erlend sem undirorpin eru höfundarétti með þeim undantekningum ef höfundur hefur sérstaklega undanskilið verk sín. Listi yfir verk þeirra höfunda sem bannað hafa ljósritun verka sinna er aðgengilegur hér.

Samningar tónlistarskóla við Fjölís heimila eingöngu ljósritun af pappír yfir á pappír. Samningarnir veita ekki heimild til skönnunar, útprentunar af netinu eða annarar rafrænnar afritunar og/eða dreifingar. Samningarnir taka ekki til efnis sem aflað er með lögmætum samningum við efnisveitur og/eða höfunda sjálfa.

Ljósrita má stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta og að hámarki 30 bls. á hverju skólaári. Dæmi: Ef rit telur 100 bls. er heimilt að ljósrita 20 bls. úr því en eingöngu 10 bls. ef það telur 50 bls. Óheimilt er að ljósrita fleiri en 30 bls. úr hverju einstöku riti á hverju skólaári eða námskeiði. Samningurinn nær til alls efnis sem afritað er í þágu kennslunnar.

Efni sem kennarar/fyrirlesarar semja sjálfir. Fjölís er ekki kunnugt um að kennarar eða fyrirlesarar hafi með almennum samningum afsalað sér höfundarétti á efni sem þeir semja sjálfir til notkunar í kennslu, né heldur að afleiddur réttur höfundar skv. höfundalögum til að þiggja greiðslur fyrir afritun slíks efnis hafi með samningum verið færður til annarra s.s. vinnuveitanda. Kennurum/fyrirlesurum er þó að sjálfsögðu heimilt að nota eigið efni og/eða heimila afritun þess án þess að krefjast gjalds fyrir. Fjölís lítur svo á að í þeim tilvikum þar sem kennarar/fyrirlesarar hafa ekki afsalað höfundarétti sínum og/eða rétti til greiðslu fyrir höfundaréttarvarið efni með kjarasamningum, frjálsum samningum og/eða sérstakri yfirlýsingu skuli telja efni sem kennarar/fyrirlesarar semja sjálfir til notkunar í kennslu með öðru útgefnu efni þegar horft er til gjaldskyldu. Þannig skuli greiðsla koma fyrir efni sem kennarar semja sjálfir, burtséð frá því hvort það er eingöngu notað af viðkomandi kennara eða fleirum. Greiðslur fyrir slíkt efni renna til Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna sem úthlutar styrkjum skv. reglum félagsins. Sjá www.hagthenkir.is

Fjölís hefur gildan samning við eftirfarandi tónlistarskóla og er öðrum tónlistarskólum óheimil eintakagerð og dreifing efnis sem varið er með höfundarétti.

Gítarskóli Íslands
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Tónlistarskóli Kópavogs
Tónlistarskóli Árnesinga
Suzuki tónlistarskólinn
Nýi tónlistarskólinn
Tónlistarskóli FÍH
Söngskóli Sigurðar Demetz
Tónlistarskólinn í Vestmannaeyjum
Tónlistarskólinn í Fjarðabyggð
Tónlistarskólinn í Sandgerði
Tónlistarskólinn í Garðabæ

Samningur um ljósritun á höfundaréttarvörðu efni í starfi þjóðkirkjunnar nær yfir öll verk, íslensk og erlend sem undirorpin eru höfundarétti með þeim undantekningum ef höfundur hefur sérstaklega undanskilið verk sín. Listi yfir verk þeirra höfunda sem bannað hafa ljósritun verka sinna er aðgengilegur hér.

Samningar Kirkjuráðs við Fjölís heimila eingöngu ljósritun af pappír yfir á pappír. Samningarnir veita ekki heimild til skönnunar, útprentunar af netinu eða annarar rafrænnar afritunar og/eða dreifingar. Samningarnir taka ekki til efnis sem aflað er með lögmætum samningum við efnisveitur og/eða höfunda sjálfa.

Ljósrita má stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta og að hámarki 30 bls.
Samningurinn nær til alls starfs sem unnið er innan þjóðkirkjunnar.